Götuþrif draga úr svifryki

Þrífa þarf götur Reykjavíkur sem eru mjög óhreinar.
Þrífa þarf götur Reykjavíkur sem eru mjög óhreinar. mbl.is/Haraldur Jónasson

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun Íslands, segir að það skipti máli að sópa og vatnsþvo (smúla) götur til að draga úr svifryki.

„Stóru göturnar skipta langmestu máli um hvort það er mikið ryk. þar er umferðin mest og hraðinn mestur,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bendir hann jafnframt á að best væri að rykbinda svifryk yfir nagladekkjatímabilið. Þá er saltlausn sprautað á götuna sem dregur í sig raka og við það minnkar svifryk í lofti. Það sé hins vegar ekki gert vegna kostnaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert