16 og 17 ára gætu fengið að kjósa í vor

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 „Við erum nokkuð bjartsýn og vonum að það náist að ljúka þessu í tæka tíð fyrir kosningarnar í vor.“

Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarps 15 þingmanna úr öllum flokkum um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna úr 18 í 16 ár.

Verði það að lögum munu tæp níu þúsund 16 og 17 ára ungmenni fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert