Stefnt er að því að ljúka deiliskipulagi í Vetrarmýri í Garðabæ á næstu mánuðum og hefja þar framkvæmdir við fjölnota íþróttahús með yfirbyggðum knattspyrnuvelli í ár.
Nýlega lauk framkvæmdasamkeppni um rammaskipulag í Vetrarmýri, Hnoðraholti og við Vífilsstaði og er ráðgert að þar verði um 1.500 íbúðir.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, að jafnframt verði Hnoðraholtið deiliskipulagt sem íbúðabyggð, en vestasti hluti þess byggðist fyrir 30 árum.