Fimm framboð bárust

mbl.is/Hjörtur

Fimm verða í framboði í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 27. janúar. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út klukkan fjögur í dag.

Frambjóðendur eru Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi, Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður, og Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður. Þetta staðfestir Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Hefðbundin kosningabarátta hefst núna að sögn Gísla þar sem sömu reglur gildi einfaldlega eins og í hefðbundnum prófkjörum. Eini munurinn sé sá að kosið sé einungis um efsta sætið. Spurður um uppstillingu í önnur sæti listans segir hann það í höndum kjörnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert