Mikil fjölgun í Fjaðrárgljúfri

Fjarðárgljúfur.
Fjarðárgljúfur. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson

Ferðamönnum hefur fjölgað um 82% í Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Árið 2016 komu 154.948 gestir í Fjaðrárgljúfur samkvæmt upplýsingum frá dr. Rögnvaldi Ólafssyni. Í fyrra komu hins vegar 282.23 gestir í gljúfrið.

Þetta kemur fram á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Fjaðrárgljúfur  er í dag vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Skaftárhreppi en svæðið er á náttúruminjaskrá. Sveitarfélagið óskaði eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna og til að auka öryggi gesta.

Vegagerðin hefur nú aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri svo gera má ráð fyrir enn meiri umferð um svæðið í vetur af þeim sökum. Landvörður hefur undanfarið verið í daglegu eftirliti. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert