Lögreglan stöðvaði bifreið á Hafnarfjarðarvegi við Vífilsstaði síðdegis í gær. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann var með fíkniefni á sér og eins var hann vopnaður. Alls voru átta ökumenn stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis í gær þangað til í nótt sem reyndust annaðhvort ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna. Margir þeirra eru ekki með ökuréttindi.
Klukkan 18:53 var bifreið stöðvuð á Suðurlandsvegi við Olís. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og ítrekaðan akstur án réttinda, þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.
Klukkan 21:50 stöðvaði lögreglan bifreið við Stekkjarbakka. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda, þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.
Klukkan 00:17 var bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi við Höfðabakka. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur sviptur ökuréttindum og of hraðan akstur.
Klukkan 00:55 stöðvaði lögreglan bifreið í Hverafold. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur bifreiðar sviptur ökuréttindum.
Klukkan 01:20 var bifreið stöðvuð við Stekkjarbakka. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna.
Klukkan 01:29 stöðvaði lögreglan för ökumanns á Fjallkonuvegi. Sá er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur bifreiðar sviptur ökuréttindum.
Klukkan 01:39 stöðvaði lögreglan síðan bifreið á Snorrabraut. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda, þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ökumennirnir átta voru stöðvaðir á tímabilinu 17:26 til klukkan 1:39 í nótt.