Ísland dýrast í Evrópu

Ísland er dýrasti áfangastaður í Evrópu samkvæmt samanburði stærstu ferðaskrifstofu …
Ísland er dýrasti áfangastaður í Evrópu samkvæmt samanburði stærstu ferðaskrifstofu í heimi. mbl.is/Hari

Ísland er dýr­asti áfangastaður í Evr­ópu sam­kvæmt sam­an­b­urði þýsku ferðaskrif­stof­unn­ar TUI, sem er sú stærsta í heimi. Ísland er rúm­lega tvö­falt dýr­ara en Spánn, 20% dýr­ara en Dan­mörk og 11% dýr­ara en Nor­eg­ur.

Þýski fréttamiðill­inn Die Welt fjall­ar um sam­an­b­urðinn þar sem því er velt upp hvar í Evr­ópu Þjóðverj­ar fái mest fyr­ir pen­ing­inn á ferðalög­um með því að skoða verð á hót­el­um og veit­inga­stöðum. Þá kem­ur í ljós að í sam­an­b­urði við Þýska­land er Ísland 62,5% dýr­ara. Nor­eg­ur er 45,9% dýr­ari og Dan­mörk 35,5% dýr­ari. Ódýr­ust er svo Búlga­ría en hún er 59,8% ódýr­ari en Þýska­land.

Ísland 62,5% dýrara en Þýskaland, þegar kemur að verði á …
Ísland 62,5% dýr­ara en Þýska­land, þegar kem­ur að verði á hót­el­um og veit­inga­stöðum. Graf/​Die Welt
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka