Dagur: Við Sigmundur greinilega sammála

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, segir þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson greinilega …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, segir þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson greinilega vera sammála um borgarlínuna. mbl.is/Hanna

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, greinilega vera sammála. Sigmundur ræddi við Kristján Kristjánsson um borgarlínuna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði þá borgarlínuna ekki ganga upp.

Tvennt þurfi að vera fyr­ir hendi svo sam­göngu­máti á borð við borg­ar­lín­una geti gengið; annaðhvort þurfi að þétta byggð við brott­far­ar­stöðvar og áfangastaði eða þá að miðjan þurfi að vera svo sterk að brott­far­ar­stöðvarn­ar skipti minna máli. 

Dagur gerir orð Sigmundar Davíðs að umtalsefni á facebooksíðu sinni. „ Athyglisvert. Sigmundur Davíð segir að borgarlínan gangi ekki upp „nema byggð verði þétt við stöðvarnar“. En það er einmitt það sem hefur staðið til og er hluti af áætlunum um borgarlínu, og hefur verið það allt frá upphafi,“ segir Dagur í færslu sinni.

„Um það eru líka öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammála, þvert á flokka. Við Sigmundur erum því greinilega sammála um að borgarlínan gangi upp ... Og munum líka hitt: það að fleiri velji að nota almenningssamgöngur er forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar.“

 Án borgarlínu sé óumflýjanlegt að tafir í umferðinni aukist, um það beri öllum umferðarútreikningum saman. „Borgarlínan er nefnilega lykilatriði fyrir þá sem vilja ferðast um á bíl og ætti að vera þeirra helsta baráttumál, ekki síður en þeirra sem vilja nýta sér öflugar, aðgengilegar og skilvirkar almenningssamgöngur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert