Ósammála um uppsögn

Hátíðahöld á Akureyri á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.
Hátíðahöld á Akureyri á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mjög skiptar skoðanir eru á því innan raða Alþýðusambandsins hvort rétt sé að segja upp kjarasamningum þegar kemur að endurskoðun þeirra í næsta mánuði, en ljóst þykir að forsendur þeirra séu brostnar.

Mikil umæða hefur farið fram á umliðnum dögum þar sem fulltrúar í verkalýðshreyfingunni hafa kastað á milli sín hugmyndum og fært fram rök með og á móti uppsögn.

Sumir forystumenn sem rætt var við um helgina fullyrða að engin stemning sé fyrir því innan heildarsamtakanna að segja upp samningum og að innan fjölmennra sambanda og félaga sjái menn ekki ástæðu til að segja samningum upp núna. Réttast sé að láta samningstímann renna sitt skeið í lok ársins, safna liði og hefja baráttuna í haust, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert