Engin vísbending um E-coli

AFP

Eng­in vís­bend­ing er um að E-coli-bakt­ería hafi fund­ist í sýni sem Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tók í gær úr dreifi­kerfi fyr­ir neyslu­vatn Reyk­vík­inga, sam­kvæmt bráðabirgðaniður­stöðum sem feng­ust í há­deg­inu í dag.

„Það er ekk­ert að rækt­ast, sem er já­kvætt,“ seg­ir Árný Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur.

End­an­leg niðurstaða er vænt­an­leg á morg­un.

Í til­kynn­ingu frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur í gær kom fram að 1 E-coli / 100 ml hafi mælst í neyslu­vatns­sýn­um úr bor­hol­um í rekstri á vatns­vernd­ar­svæðinu. Þetta frá­vik hafi orðið vegna mik­ils vatns­veðurs 9. janú­ar. Vatn úr þeirri bor­holu barst aldrei í dreifi­kerfið og því var aldrei um E-coli-meng­un að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert