Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Lögreglan stöðvaði ökumanninn sem keyrði yfir á rauðu ljósi og …
Lögreglan stöðvaði ökumanninn sem keyrði yfir á rauðu ljósi og hafnaði næstum því á lögreglubíl sem var að beygja inn götuna. Skjáskot/Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. 

Lögreglumaðurinn sem sat við stýrið var því ekki lengi að kveikja á bláu ljósunum og stöðva ökumanninn. 

„Þessi ökumaður var heppinn að fá sekt – en að valda ekki slysi,“ segir í upphafi myndbandsins. 

Sekt fyrir að aka gegn rauðu umferðarljósi er 15.000 krónur og gefur tvo refsipunkta. 

Lögreglan birtir myndbandið á Facebook með þeim skilaboðum til ökumanna að hafa hugann við aksturinn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert