Eins og rússnesk rúlletta

Kallað er eftir úrbótum á Reykjanesbraut.
Kallað er eftir úrbótum á Reykjanesbraut. mbl.is/Rax

„Það er þyngra en tár­um taki að bar­átt­unni um betri vega­sam­göng­ur frá Reykja­nes­bæ um Reykja­nes­braut sé enn ekki lokið,“ seg­ir Þórólf­ur Júlí­an Dags­son, stjórn­ar­maður Pírata á Suður­nesj­um.

Hann seg­ir að allt of marg­ir hafi lent í al­var­leg­um slys­um á milli Reykja­vík­ur og Reykja­nes­bæj­ar og við það verði ekki unað. Hann seg­ir að Reykja­nes­braut­in hafi verið tvö­földuð að hluta en því verki sé ekki lokið.

„Það er sann­ar­lega slæmt að verkið hafi ekki verið klárað en verra er að viðhaldi er ekki sinnt sem skyldi og um­ferðarör­yggi er ekki tryggt í dag. Veg­ur­inn er að grotna niður, í hon­um eru djúp hjól­för sem safn­ast vatn í og mik­il slysa­hætta á svæðinu,“ seg­ir Þórólf­ur.

Þórólfur Júlían Dagsson.
Þórólf­ur Júlí­an Dags­son. mbl.is/​Eggert

Auk þess sé lýs­ing ekki nógu góð og ekki sé hægt að horfa fram hjá því að þess­ir þætt­ir eru ávís­un á fleiri slys. „Þeir sem þurfa dag­lega að keyra Reykja­nes­braut­ina meðan ástandið er svona eru að spila rúss­neska rúll­ettu.“

Þórólf­ur seg­ir að eina leið íbúa á Suður­nesj­um sé að sýna sam­stöðu og grípa til aðgerða til að knýja fram breyt­ing­ar til að tryggja ör­yggi á Reykja­nes­braut­inni. „Það ör­yggi sem lagt var upp með þegar braut­in var tvö­földuð var ein­fald­lega falskt vegna skorts á viðhaldi,“ seg­ir Þórólf­ur sem skor­ar á íbúa á Suður­nesj­um að berj­ast fyr­ir því að braut­inni verði haldið vel við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka