Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gengur af fundi með aðilum vinnumarkaðarins í …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gengur af fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„All­ir aðilar á þess­um fundi voru sam­mála um að það væri til mik­ils tjóns fyr­ir sam­tal á vinnu­markaði, í tengsl­um við kjara­samn­inga, að ekki væri horft á töl­ur sem menn treysta eða líta sömu aug­um. Með þess­ari vinnu er stefnt að því að bæta töl­fræði upp­lýs­inga um þróun á markaðnum,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra að lokn­um fundi með aðilum vinnu­markaðar­ins um töl­fræðiupp­lýs­ing­ar á vinnu­markaði. Ákveðið var á fund­in­um að skoða hvernig væri hægt að bæta gagna­öfl­un um launa­mál á Íslandi.

„Þarna er verið að horfa til þess hvernig við söfn­um gögn­un­um og tryggj­um að úr­takið sem við erum að horfa á gefi sem raun­sæj­asta mynd af þró­un­inni. Síðan er annað mál hvernig verður unnið úr þeim og hvernig það flétt­ast sam­an við sam­talið,“ seg­ir Bjarni. Þá verður m.a. horft til breyt­inga í Nor­egi þar sem skatt­skil eru tengd við gagna­skil.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, sagði það já­kvætt að málið væri sett af stað. Ef norska leiðin yrði far­in hér á landi myndi það gefa mun betri mynd af launa­mál­um á Íslandi. „Þá væri hægt að nálg­ast heild­arsafn allra launa í land­inu nán­ast í raun­tíma, þ.e. mánuð eft­ir að þau eru greidd út,“ seg­ir Hall­dór. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, tók í sama streng og sagði að það væri nauðsyn­legt að fá betri gögn um launaþróun. „Það þarf að afla betri og meiri gagna um launaþróun á vinnu­markaði, það eru heilu at­vinnu­grein­arn­ar sem ekki eru dekkaðar. Þá hafa menn verið að skoða norska leið í að tengja trygg­inga­gjald og inn­heimtu þess við gagna­skil varðandi þá launa­menn sem verið er að greiða launa­skatt af. Það hef­ur verið far­sæl leið hjá Norðmönn­um að tengja þetta sam­an.“

Starfs­hóp­ur skipaður til að end­ur­skoða kjararáð

Á vef stjórn­ar­ráðsins var til­kynnt í gær að rík­is­stjórn­in hefði, að höfðu sam­ráði við heild­ar­sam­tök á vinnu­markaði, ákveðið að skipa starfs­hóp um kjararáð. Hópn­um er falið að bera sam­an fyr­ir­komu­lag um ákvörðun launa hjá kjörn­um full­trú­um, dómur­um og emb­ætt­is­mönn­um í ná­granna­lönd­um og leggja fram til­lög­ur að breyttu fyr­ir­komu­lagi launa­ákv­arðana kjararáðs. Hef­ur starfs­hóp­ur­inn þrjár vik­ur til að skila af sér. Hlut­verk kjararáðs var ekki rætt á fund­in­um í gær en spurður seg­ir Bjarni að vinna starfs­hóps­ins sé nokkuð opin.

„Ég held að það sé óhætt að segja að upp­leggið í þeirri vinnu sé nokkuð opið. Ætl­un­in er að fara yfir launa­setn­ing­una og þróun þeirra hópa, sem heyra und­ir kjararáð, á und­an­förn­um árum. Velta fyr­ir sér val­kost­um um fyr­ir­komu­lag þess­ara mála, mögu­leg­an sam­an­b­urð við önn­ur lönd og eft­ir at­vik­um að fá til­lög­ur til úr­bóta,“ seg­ir Bjarni enn­frem­ur.

Formaður hóps­ins er Jó­hann­es Karl Sveins­son hrl. Auk hans sitja í hópn­um fyr­ir hönd rík­is­ins Bene­dikt Árna­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, Guðrún Þor­leifs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu, og Hanna Sig­ríður Gunn­steins­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í vel­ferðarráðuneyt­inu. Fyr­ir hönd aðila vinnu­markaðar­ins sitja þau Hann­es G. Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SA, Helga Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri BSRB, og Magnús Norðdahl, lög­fræðing­ur ASÍ.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gengur af fundinum.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins geng­ur af fund­in­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert