„Þá vil ég heldur borga!“

Bruno Bisig forstjóri svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki,í einni Íslandsheimsókna sinna.Hann segir …
Bruno Bisig forstjóri svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki,í einni Íslandsheimsókna sinna.Hann segir sjálfbærni vera þá tegund ferðamennsku sem sé í hvað örustum vexti. Ljósmynd/Aðsend

Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands árið 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fyrstu kynni hans af land­inu voru hjól­reiðat­úr­inn frá Kefla­vík til Reykja­vík­ur. Í dag er hann for­stjóri sviss­nesku ferðaskrif­stof­unn­ar Kontiki reisen og hef­ur komið með ófáa ferðamenn til lands­ins.

„Ég var einn á ferð og það var litl­ar upp­lýs­ing­ar að fá á þeim tíma. Ég keypti bók um vegi Íslands og reyndi svo að nálg­ast kort fyr­ir­fram svo ég gæti skipu­lagt leið mína, en ég var 21 árs og allt virkaði svo nýtt og bjart,“ seg­ir Bisig. Í minn­ing­unni að minnsta kosti hafi Perl­an virst vera fyr­ir utan borg­ina, en er hann kom hingað næst með ferðamenn árið 2005 hafi hún verið kom­in niður í miðbæ.

Mikl­ar breyt­ing­ar höfðu líka orðið á þeim tíma. „Ekki hvað síst varðandi fjölg­un bygg­inga og alla upp­bygg­ing­una í ná­grenni Reykja­vík­ur,“ seg­ir hann. „Í fyrstu ferðinni var ég gott sem einn á veg­in­um þegar ég hjólaði frá Kefla­vík, rifjar hann upp. „Það var lík­lega mun ör­ugg­ara að hjóla þá leið þá en er í dag. Ég tók svo rút­una inn í Þórs­mörk og hjólaði Lauga­veg­inn. Það er nokkuð sem ekki var mælt með, en ég gerði það samt,“ seg­ir Bisig og hlær. „Eft­ir það hjólaði ég Sprengisand að Öskju og að Mý­vatni.“

Ferðamenn á Þingvöllum. Bisig mælir með að Íslendingar geri meira …
Ferðamenn á Þing­völl­um. Bisig mæl­ir með að Íslend­ing­ar geri meira af því að stofna þjóðgarða og rukka fyr­ir aðgengi að þeim. Ómar Óskars­son

Fékk sér eina sam­loku af hverri teg­und

Bisig minn­ist þess einnig að ekki hafi verið búið að mal­bika all­an hring­veg­inn á þess­um tíma og hápunkt­ur­inn við kom­una að Mý­vatni hafi verið að koma inn á fyrstu bens­ín­stöðina. „Þeir spurðu mig hvernig sam­loku ég vildi og ég svaraði eina af hverri gerð. Ég skildi ekk­ert hvað þeir sögðu því þeir tölu bara ís­lensku, en ég var svo svang­ur að ég vildi eina sam­loku af hverri teg­und. “

Í þess­ari fyrstu ferð sinni um há­lendi Íslands naut Bisig þess að hafa sum svæðin al­veg út af fyr­ir sig og seg­ir hann þetta eina mestu breyt­ing­una á ferðum sín­um um landið í dag. „Á þeim tíma voru þetta virki­lega af­skekkt­ir staðir og ég á enn þess­ar minn­ing­ar um þá. Þetta er líka nokkuð sem ég myndi ekki end­ur­taka í dag af því að upp­lif­un­in yrði allt önn­ur.“

Sá mikli fjöldi ferðamanna sem komi til Íslands í dag sé enda áskor­un sem Íslend­ing­ar og þeir sem starfa í ferðamþjón­ustu hér verði að vera meðvitaðir um. „Hvernig get­ur Ísland haldið áfram að vaxa sem ferðamanna­land en samt veitt sams­kon­ar upp­lif­un og ég fékk? Þetta er stóra áskor­un­in sem þið standið frammi fyr­ir,“ seg­ir Bisig. „Land­manna­laug­ar í dag eru til að mynda orðnar svo fjöl­menn­ur staður að upp­lif­un­in er allt önn­ur.“

Líkt og fleiri þá bend­ir Bisig á að vin­sæld­ir Íslands séu hluti vand­ans og því sé ástæða til að kanna hvort ekki sé hægt að stýra ferðamanna­straumn­um bet­ur. „Ef við tök­um foss­ana sem dæmi, þá eru Gull­foss, Goðafoss, Skóga­foss og Detti­foss þeir sem all­ir heim­sækja, en það eru ör­ugg­lega 100 foss­ar á land­inu til viðbót­ar. Það mætti gera þá aðgengi­lega, en þó þannig að um­ferðinni að þeim væri stýrt. Sjálf­ur myndi ég svo mæla með stofn­un þjóðgarða sem væri rukkað fyr­ir aðgengi að.“

Erlendir ferðamenn við Gullfoss. Bisig telur að stýra ætti betur …
Er­lend­ir ferðamenn við Gull­foss. Bisig tel­ur að stýra ætti bet­ur aðgengi að foss­um lands­ins og fjölga um leið þeim foss­um sem ferðamönn­um sem beint að. Í dag séu all­ir að skoða sömu fimm foss­ana. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Áskor­un fal­in í al­manna­rétt­in­um

Í dag sé staðan sú að verðlagið sem er­lend­um ferðaskrif­stof­um bjóðist hækki ár­lega um 10-20%, en ágóðinn renni all­ur í vasa einka­fyr­ir­tækja. „Þau [fyr­ir­tæk­in] gera ekk­ert til að viðhalda nátt­úr­unni, því það er ekki hlut­verk þeirra. Nátt­úr­an er hins veg­ar aðalástæðan fyr­ir komu ferðamann­anna til Íslands.“

Verðgildið fel­ist í nátt­úr­unni og hana þurfi að vernda. „Í því felst hins veg­ar áskor­un, þar sem nátt­úr­an er ókeyp­is sam­kvæmt hinum nor­ræna al­manna­rétti. En á hann að gilda fyr­ir alla, eða bara fyr­ir heima­menn'“ spyr Bisig. „Þetta er mögu­lega eitt­hvað sem þarf að breyta.“

Bisig var á meðal fyr­ir­les­ara á fundi um ábyrga ferðþjón­ustu á Hót­el Natura í síðasta mánuði og ræddi þar um mik­il­vægi sjálf­bærni, eigi Ísland að halda áfram að blómstra sem ferðamanna­land.

Hann seg­ir skorta skiln­ing hér á landi á kröf­unni um sjálf­bærni, en sú teg­und ferðamennsku er að hans sögn sú sem hvað mest­ur vöxt­ur er í um þess­ar mund­ir.  „Við eig­um bara eina nátt­úru og þegar það er búið að eyðileggja hana þá get­um við ekki notað hana leng­ur.“ Þetta þurfi Íslend­ing­ar að hafa í huga og vera meðvitaðir um ástæðu þess að ferðamenn komi hingað.

Ferðamenn í Landmannalaugum að hausti. Bisig segir Landmannalaugar ekki vera …
Ferðamenn í Land­manna­laug­um að hausti. Bisig seg­ir Land­manna­laug­ar ekki vera sama stað og hann heim­sótti 1991 og að það sé áskor­un fyr­ir Íslend­inga að viðhalda þeirri upp­lif­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Því fleiri sem hafa séð því dýr­ara á það að vera

„Að mínu mati þá hef­ur Ísland veru­lega mögu­leika til að aug­lýsa sig sem sjálf­bært land,“ seg­ir Bisig og nefn­ir fall­vatns­ork­una og heita vatnið. „ Af hverju er Ísland ekki fyrsta land í heim­in­um þar sem bara eru raf­magns­bíl­ar? Hér er orka alls staðar og það er hægt að koma hleðslu­stöðvum fyr­ir úti um allt.“

Þá tel­ur Bisig Íslend­inga eiga að vera dug­legri að stofna þjóðgarða og rukka fyr­ir aðgang að þeim, enda eigi þeir að reyna að halda í verðmæti nátt­úr­unn­ar. „Því fleiri sem hafa séð hana því dýr­ari á aðgang­ur­inn að vera,“ út­skýr­ir hann. Slíkt hafi til að mynda verið gert á gór­illu­slóðum í Úganda. „Fyr­ir nokkr­um árum kostaði dag­ur­inn 800 doll­ara, en í dag kost­ar hann 1.500 doll­ara.“

Þannig tel­ur Bisig til að mynda ekki úr vegi að rukka fyr­ir aðgang að Lauga­veg­in­um og tak­marka um leið aðgang ferðamanna við ákveðinn fjölda á hverj­um göngu­legg. „Þetta kerfi er notað á Nýja-Sjálandi,“ seg­ir hann og kveðst sjálf­ur hafa gengið þar. „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég heyrði þetta voru: „Þarf ég að borga fyr­ir að labba!“  en í dag sé ég til­gang­inn af því að þetta bætti gildi leiðar­inn­ar,“ út­skýr­ir hann. „Seinna gekk ég aðra leið á Nýja-Sjálandi þar sem ekki þurfti að borga og þar voru þúsund­ir að ganga í röð. Það var ekki upp­lif­un­in sem ég vildi. Þá vil ég held­ur borga!“

Erlendir ferðamenn við Skógafoss. Það er náttúran sem ferðamenn koma …
Er­lend­ir ferðamenn við Skóga­foss. Það er nátt­úr­an sem ferðamenn koma hingað til að skoða, en ekki er gert nóg til að viðhalda henni að mati Bisigs. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Verðið að spá í framtíðina

Bisig bend­ir á að ekki allt þurfi að snú­ast um tak­mark­an­ir eða fækk­un, því einnig sé hægt að bæta við þá ferðamannastaði sem eru á land­inu í dag, t.d. með því að stækka svæðið sem þeir ferðamenn sem ganga Lauga­veg­inn fara um.

Upp­lif­un­in verði hins veg­ar alltaf að fela í sér ákveðin verðmæti svo ferðamenn séu reiðubún­ir að borga, þóað  vissu­lega verði alltaf ein­hverj­ir sem ekki eru til í að greiða. „Það er líka al­veg spurn­ing hvort það eru gest­ir sem þið viljið fá,“ seg­ir hann. „Þeir eru ekki að koma með fé til Íslands.

Ég set sama spurn­ing­ar­merki við lággjalda­flug­fé­lög, eru þau kannski að koma með farþega sem vilja eyða litlu?“

Sjálf­ur kveðst hann kunna vel við Íslend­inga, en seg­ir þá þurfa að gera meira af því að horfa lengra fram í tím­ann. „Þeir eru van­ir að búa með nátt­úr­unni, sem er sí­breyti­leg og það end­ur­spegl­ast í því að skamm­tíma­mark­miðin eru þeim oft ofar í huga,“ seg­ir Bisig.

Fyr­ir vikið séu Íslend­ing­ar ekki van­ir að vera að horfa til næstu hundrað ára. „Þeir eru hins veg­ar frá­bær­ir í að bregðast við með skömm­um fyr­ir­vara þegar eitt­hvað ger­ist,“ bæt­ir hann við og seg­ir viðbragð lands­manna er Eyja­fjalla­jök­ull gaus til að mynda hafa verið áhrifa­mikið.

„Það hins veg­ar er minni áhugi á að ræða framtíðina, t.d. hver staðan verði 2020, en það verður þó að gera það líka.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert