Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og …
Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, formaður Uppreisnar. Ljósmynd/Viðreisn

Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ungliðahreyfingu Viðreisnar.

Verðlaunin eru tvíþætt en annars vegar eru þau veitt einstaklingi og hins vegar hópi. 

Einstaklingsverðlaunin voru veitt Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi fjármálaráðherra. Að mati stjórnar Uppreisnar lyfti Benedikt grettistaki þegar hann stofnaði stjórnmálaflokk, sem hvort tveggja var byggður á grundvelli frjálslyndrar hugsjónar og hafði „almannahagsmuni framar sérhagsmunum“ að einkennisorðum. 

Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hlaut hópaverðlaunin. Í rökstuðningi fyrir valinu kom fram að Frú Ragnheiður hafi með starfi sínu bjargað mannslífum, aukið öryggi fólks sem notar vímuefni í æð og staðið að fræðslu um jaðarsetta hópa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert