Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir.
Ferðamennirnir fengu að bíða í bíl annarra vegfarenda eftir lögreglu, en voru þó kaldir og hraktir er hana bar að garði, enda um langan veg að fara.