Segir grein Frosta rökleysu

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu.

„Ég er sannfærð um það að þegar málefni borgarlínu eru rædd af vitrænum hætti og farið er yfir í rökin fyrir því af hverju við þurfum að efla almenningssamgöngur, og borgarlína er ákveðið tæki til þess, þá eru flestir sammála um það,“ sagði Bryndís í Silfrinu á RÚV í morgun. 

Bryn­dís hef­ur komið að skipu­lags­mál­um hjá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. Hún sagði að síðustu vikurnar hefðu margir komið fram og skrifað greinar um borgarlínu:

Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins fór stóran í einni grein sinni en ég las hana vel og vandlega yfir og fyrirgefðu, það er bara rökleysa sem kemur þar fram,“ segir Bryndís en Frosti Sigurjónsson sagði að borgarlína myndi kosta hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu 1-2 milljónir króna. Auk þess myndi hún ekki spara fólki tíma held­ur sólunda tíma allra íbúa á svæðinu, hvort sem þeir nota hana eða ekki. 

Frosti Sigurjónsson.
Frosti Sigurjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég spái því að ef einhver ætlar að fara inn í kosningabaráttu með þetta sem stóra málið til að vera á móti þá hef ég ekki trú á að viðkomandi flokkur myndi ná miklu út á það,“ sagði Bryndís en allir frambjóðendur nema einn í leiðtoga­próf­kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja­vík hafa lýst yfir and­stöðu eða efa­semd­um við upp­bygg­ingu henn­ar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert