Skora á þingmenn

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir að það eigi að ljúka við tvöföldum …
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir að það eigi að ljúka við tvöföldum Reykjanesbrautar innan bæjarins. mbl.is

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Hafnfirðingar segja ástandið alvarlegt og mjög brýnt að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar verði lokið.

Hafnarfjörður sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem þjóðvegur, með aðeins eina akrein í hvora áttina, liggur í gegnum bæjarfélagið.

„Skorað er á þingmenn að sjá til þess að framkvæmdum verði forgangsraðað í samræmi við öryggissjónarmið samgönguáætlunar og því beri að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert