Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara. Fimm voru í framboði til formanns FG og fékk Þorgerður Laufey 45,5% atkvæða, eða 1.110 atkvæði.
Næstflest atkvæði fékk Hjördís Albertsdóttir og hlaut hún 526 atkvæði eða 21,5%. Rósa Ingvarsdóttir hlaut 502 atkvæði eða 20,6%, Kjartan Ólafsson hlaut 123 atkvæði eða 5,0%, Kristján Arnar Ingason hlaut 73 atkvæði eða 3,0% en auðir seðlar voru 107 eða 4,4%.
Á kjörskrá voru 4.833 og greiddu 2.441 atkvæði eða 50,5%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 17. janúar og lauk kl. 14.00 mánudaginn 22. janúar 2018.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við embætti formanns FG af Ólafi Loftssyni á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fram fer í Borgarnesi dagana 17. og 18. maí næstkomandi.