Umræðan á Alþingi verði áhugaverðari

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði í leiðtogaum­ræðum á Alþingi að þing­menn mættu leggja aðeins meira á sig til að bæta brag­inn á þing­störf­un­um.

„Það er ósjald­an að maður er spurður í gegn­um árin: „Hvernig í ósköp­un­um nenn­irðu að standa í þessu þrasi?“ sagði Bjarni og taldi að fleiri hefðu verið spurðir þess sama.

Nefndi hann að með því að bera meiri virðingu fyr­ir ólík­um sjón­ar­miðum og bæta orðræðuna í ræðustól væri hægt að gera umræðuna á þing­inu áhuga­verðari fyr­ir al­menn­ing.

Bjarni sagði að haga þyrfti þing­störf­un­um þannig að kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar yllu sem minnsti trufl­un og bætti við að það væri gleðiefni að sjá efna­hags­leg­an bata í rík­is­fjár­mál­um skila sér á sveit­ar­stjórn­arstigið.

Varðandi vinnu­markaðstengd mál sagði hann að rík­is­stjórn­in hefði látið tölu­vert til sín taka í sam­skipt­um við vinnu­markaðinn og sagðist ágæt­lega bjart­sýnn á að rík­is­stjórn­inni tæk­ist að höggva á vissa hnúta sem von­andi gætu skapað meiri sátt og stöðug­leika á at­vinnu­markaðnum.

Jafn­framt nefndi ráðherra Brex­it-ferlið og sagði Íslend­inga eiga þar tölu­vert mik­illa hags­muna að gæta. Sagði hann vel við hæfi að ut­an­rík­is­ráðherra hefði látið taka sam­an skýrslu um helstu hags­muni ein­stak­linga.

Bætti hann við að til­efni gæti verið fyr­ir rík­is­stjórn­ina að láta taka sam­an al­menna skýrslu um sam­skipti Íslands á EES-svæðinu um Evr­ópu­sam­bandið og nefndi að mögu­leik­ar gætu komið upp í sam­skipt­um við Evr­ópu­sam­bandið í tengsl­um við Brex­it.

Bjarni sagði út­litið í efna­hags­mál­um al­mennt séð vera býsna gott. Einka­neysla hefði auk­ist um tæp 8% og spáð væri áfram­hald­andi hag­vexti, rúm­um 3%.

„Þegar maður horf­ir til baka er ótrú­legt hvað okk­ur hef­ur tek­ist að gera á sviði efna­hags­mála á skömm­um tíma.“

Sagði hann að þrátt fyr­ir auk­in út­gjöld þá væri hag­vöxt­ur­inn tölu­vert mik­ill, vext­ir hefðu lækkað og laun hækkað. Þrátt fyr­ir þetta væri verðbólga við og fyr­ir neðan viðmiðun­ar­mörk Seðlabanka Íslands. „Þetta er ótrú­leg staða sem á sér fá dæmi,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert