Þjálfarinn starfar áfram

Knattspyrnuþjálfarinn hefur komið víða við á ferlinum og hvergi enst …
Knattspyrnuþjálfarinn hefur komið víða við á ferlinum og hvergi enst lengi. Wikipedia

Norski þjálfarinn sem lagði Hólmfríði Magnúsdóttur í einelti og beitti kynferðislegri áreitni mun halda núverandi þjálfarastarfi sínu. Þetta kemur fram í frétt norska blaðsins VG. Málið var tekið upp í stjórn knattspyrnufélagsins og þar ákveðið að hann verði áfram hjá félaginu.

Málið tengist hans fyrra starfi og ekki hafi verið kvartað yfir honum í því starfi sem hann gegnir nú. Lögmaður þjálfarans svaraði ekki fyrirspurnum VG um viðtal í gær.

Í skriflegu svari til VG segir formaður knattspyrnufélagsins að málið hafi verið rætt á fundi stjórnar í síðustu viku. Þar hafi verið samþykkt að grípa ekki til aðgerða og ríkir einhugur um það innan stjórnarinnar.

Málið sé afgreitt og það hafi verið gert í félaginu sem hann starfaði áður hjá. Stjórnarformaðurinn segir að kynferðisleg áreitni sé litin alvarlegum augum og þegar málið varðandi Hólmfríði kom upp í fjölmiðlum hafi hann rætt við þjálfarann um að þetta yrði ekki liðið. Taka verði faglega á málinu og það sé gert. Bæði varðandi þjálfarann sem starfsmann félagsins og taka upplýsingarnar sem hafa komið fram alvarlega.

Frétt VG

„Ég vil ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálf­ari Hólm­fríðar Magnús­dótt­ir sem þjálfaði hana í Nor­egi sum­arið 2015. Hólm­fríður er ein 62 íþrótta­kvenna sem birta frá­sagn­ir af kyn­bund­inni mis­mun­un, kyn­ferðis­legri áreitni og kyn­ferðis­legu of­beldi.

Hún seg­ir að þjálf­ar­inn hafi þjálfað mörg lið og hafi verið þekkt­ur. Hann byrjaði snemma að taka Hólm­fríði fyr­ir og bannaði henni að fara heim í landsliðsverk­efni að vori, því hún gæti verið meira úti og hitt hann. Þá endaði hann á því að faðma hana en sagðist ekki geta það of lengi, þá yrði hann of graður.

Í fram­haldi af þessu hringdi þjálf­ar­inn mikið í Hólm­fríði og sendi henni skila­boð á hverj­um ein­asta degi. „Tíma­bilið leið og hann lagði mig í einelti á æf­ing­um, hótaði að reka mig heim af æf­ingu og naut þess að öskra á mig á hverri æf­ingu og inni í klefa fyr­ir fram­an allt liðið. Svo á milli æf­inga var hann hringj­andi og send­andi skila­boð sem endaði með því að ég svaraði oft og eig­in­lega alltaf rétt fyr­ir æf­ingu svo hann myndi ekki ganga á mig,“ skrif­ar Hólm­fríður.

Hólm­fríður fór að taka upp öll sím­töl frá hon­um og sendi stjórn fé­lags­ins all­ar upp­tök­ur, sms og allt. Hún fór upp í sum­ar­hús og var þar yfir helgi. Þjálf­ar­inn hringdi margoft og lofaði öllu fögru en var rek­inn þriðju­dag­inn eft­ir það. Um­rædd­ur þjálf­ari hafði áður þjálfað 17 lið og aldrei enst leng­ur hjá hverju liði en í eitt og hálft ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert