Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, mun hætta í pólitík við næstu sveitarstjórnarkosningar, í vor. Hann hefur verið í pólitík í 30 ár og segir tímabært að taka næstu skref. Árni greinir frá þessu í aðsendri grein í Víkurfréttum í dag.
Árni hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn frá árinu 2002. Hann var áður bæjarstjóri í Reykjanesbæ á árunum 2002 til 2014. Þar áður var hann borgarfulltrúi í Reykjavík frá árunum 1986 til 1999.
„Í einlægni sagt þá hef ég lengstum verið drifinn áfram í gegnum þykkt og þunnt í pólitík af löngun til að skapa betra samfélag, þar sem allir hafi tækifæri til að gera sitt besta, skapa grunn sem sem gefur þeim jafnari stöðu til að teygja sig í tækifærin.“ Þetta segir Árni meðal annars í greininni.
Hann greinir frá því að ný og spennandi verkefni, tengd svæðinu, bíði hans og eiginkonu hans en tilgreinir ekki nánar hver þau verkefni eru.