Býr til möguleika á einræði

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

„Eitt mál stendur öðrum málum ofar hér á þingi í umfangi og alvarleika. Það er augljóslega mál dómsmálaráðherra,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi.

Hann sagði að öll gögn málsins bentu til þess að dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, hefði farið gegn öllum ráðleggingum, ábendingum og gegn lögum.

„Ráðherra virðist hafa beitt geðþóttavaldi þegar hún tók ákvörðun um skipan dómara við nýjan Landsrétt. Ráðherra er bara ósammála öllu; dómi, álitum og ábendingum sem segja að hún hafi tekið ranga ákvörðun,“ sagði Björn.

Sagði hann þetta vera afleiðingu af því að vísa öllu til valds ráðherra. „Það býr til möguleikann á geðþóttaákvörðunum og einræði,“ sagði Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert