Telur daga ráðherra í embætti senn talda

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður VG. mbl.is/Ómar

Björn Val­ur Gísla­son, fyrr­ver­andi vara­formaður og þingmaður VG, seg­ir ekki óvar­legt að ætla að dag­ar Sig­ríðar Á. And­er­sen í embætti dóms­málaráðherra séu senn tald­ir.

„Trú­verðug­leiki henn­ar er þegar veru­lega laskaður og fátt sem bend­ir til þess að það muni lag­ast í bráð,“ skrif­ar Björn Val­ur á bloggsíðu sinni.

Hann seg­ir eðli­legt að and­stæðing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar beini spjót­um sín­um að Vinstri græn­um vegna dóms­málaráðherra þó svo að hann komi úr öðrum flokki.

„Það myndi ég líka gera í þeirra spor­um. Hvorki Sjálf­stæðis­flokk­ur né Fram­sókn munu hagg­ast vegna máls­ins enda van­ir að sitja und­ir gus­um af þessu tagi, ólíkt Vinstri græn­um. Vinstri græn eru að auki leiðandi við rík­is­stjórn­ar­borðið og bera ábyrgð á stöðu stjórn­ar­inn­ar sem slík­ir um­fram aðra flokka.“

Björn Val­ur tel­ur að málið verði rætt á flokks­ráðsfundi VG sem verður hald­inn í Reykja­vík um næstu helgi og seg­ir það ekki koma á óvart ef afstaða verði tek­in til þess hvort ráðherra njóti trausts flokks­manna eða ekki.

„Vinstri græn eru að lenda í nokk­urri klemmu vegna stöðu dóms­málaráðherr­ans og munu þurfa að taka á því með ein­hverj­um hætti ef ekki á illa að fara,“ skrif­ar hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert