Vald ráðherra fyrst og fremst formlegt

Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður í ræðustól á fundinum í dag.
Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður í ræðustól á fundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sjö dóm­ar­ar við Hæsta­rétt, héraðsdóm­stóla og Lands­rétt voru skipaðir án þess að dóm­nefnd hafi talið þá hæf­asta á meðal um­sækj­enda um embætt­in. Þetta sagði Jakob Möller, hæsta­rétt­ar­lögmaður og formaður dóm­nefnd­ar um hæfi um­sækj­enda um dóm­ara­störf, á há­deg­is­fundi laga­deild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík um skip­an dóm­ara.

Jakob sagði dóms­málaráðherra til þessa því miður ekki hafa sýnt að þeim sé treyst­andi til þess að fara með skip­un­ar­valdið þegar kæmi að dóm­ara­embætt­um. Lagði hann til að lög í þeim efn­um yrðu óbreytt og að skip­un­ar­vald ráðherra yrði fyrst og fremst form­legt. Lagði hann hins veg­ar til að gerðar yrðu breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni þar sem ekki væri aðeins kveðið á um að dóm­end­um bæri að fara að lög­um held­ur gildi það einnig um ráðherra.

Jakob fór ít­ar­lega yfir for­sögu skip­un­ar dóm­ara og hvernig staðið hefði verið að mál­um hér áður fyrr og til þessa dags. Dóm­ar­ar hefðu iðulega verið skipaðir eft­ir flokkslín­um hér áður á for­send­um þeirra sem verið hefðu við völd hverju sinni. Það væru ekki marg­ir ára­tug­ir síðan farið hafi verið að gera þá kröfu að hæf­asti um­sækj­and­inn yrði val­inn.

Tvær leiðir fær­ar við dóm­ara­skip­an

Gagn­rýndi hann Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra fyr­ir að hafa lýst þeirri skoðun sinni, eft­ir að Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu fyr­ir jól að hún hefði ekki upp­fyllt rann­sókn­ar­skyldu stjórn­sýslu­laga við skip­an fimmtán dóm­ara við Lands­rétt, að hún væri ósam­mála niður­stöðunni. Vildi hann meina að sú afstaða væri fá­heyrð.

Þannig sagðist Jakob ekki vita til þess að lög­fræðing­ar, hvorki hann né aðrir, hafi lýst því op­in­ber­lega yfir að þeir væru ósam­mála Hæsta­rétti þegar dóm­ur hefði fallið þótt þeir væru óánægðir með niður­stöðuna. Nauðsyn­legt væri að halda Hæsta­rétti við efnið með hvassri fræðilegri gagn­rýni en annað væri að gera hon­um upp ann­ar­leg­ar hvat­ir.

Sagði Jakob Íslend­inga hafa tvær leiðir þegar kæmi að skip­un dóm­ara. Ann­ars veg­ar að hverfa aft­ur til fortíðar þar sem skip­un­ar­valdið væri hjá fram­kvæmda­vald­inu og dóm­ar­ar skipaðir af póli­tísk­um ástæðum eða hins veg­ar að lögð væri áhersla á mál­efna­leg sjón­ar­mið og að hæf­asti um­sækj­and­inn um dóm­ara­embætti yrði fyr­ir val­inu.

Frá fundinum í dag.
Frá fund­in­um í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert