Vill fá vantraust fram strax

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, ráðleggur Pírötum í Landsréttarmálinu.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, ráðleggur Pírötum í Landsréttarmálinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar þið verðið loks búin að full­rann­saka málið verður það löngu gleymt og grafið,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ut­an­rík­is­ráðherra, í umræðum um Lands­rétt­ar­málið á Pírata­spjall­inu á Face­book.

Össur bein­ir þar ráðlegg­ing­um sín­um til Jóns Þórs Ólafs­son­ar, þing­manns Pírata, sem boðað hef­ur van­traust­stil­lögu á Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra vegna máls­ins. Seg­ir Össur ljóst að ráðherr­ann njóti nægj­an­legs stuðnings þing­manna Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og spyr þing­mann­inn í hvaða heimi hann búi að telja rétt að bíða með að leggja fram slíka til­lögu á Alþingi.

Frétt mbl.is: Mark­miðið að koma ráðherr­an­um frá

Seg­ir Össur Pír­öt­um margt gefið, einkum að rann­saka mál djúpt, en þeir mættu læra ým­is­legt um taktík. Ráðlegg­ur hann þeim að leggja strax fram van­traust­stil­lögu. „Það sem ger­ist er að þið fáið ít­ar­lega umræðu og getið lagt ykk­ar skoðanir á borðið, og stillt bæði ráðherr­an­um og þeim sem skýla henni upp við vegg. Það er það eina sem Pírat­ar geta kreist úr mál­inu.“

Jón Þór hef­ur lýst þeirri skoðun sinni að hann telji Lands­rétt­ar­málið nægj­an­lega skoðað í kjöl­far dóma Hæsta­rétt­ar, þar sem kom­ist var að þeirri niður­stöðu að ráðherr­ann hefði ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu stjórn­sýslu­laga nægj­an­lega vel í tengsl­um við skip­un Lands­rétt­ar­dóm­ara, en hins veg­ar sé rétt að málið verði rann­sakað af stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd til þess að reyna að auka stuðning við van­traust­stil­lögu.

Össur seg­ir að það geti þó hugs­an­lega verið skyn­sam­legt að bíða eft­ir niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar líkt og Jón Þór hafi lagt til. Máls­höfðun Ei­ríks Jóns­son­ar laga­pró­fess­ors gegn rík­inu vegna máls­ins gæti breytt stöðunni. Hann bæt­ir síðan við í umræðunni að það vanti „al­vöru þver­haus í lið pírata á Alþingi“ sem geti snúið þar „öllu á hvolf.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert