Íslandi í öðru sæti hjá WEF

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bendikts­son fjár­málaráðherra fagn­ar út­tekt Alþjóðaefna­hags­ráðsins, World Economic For­um (WEF), í tengsl­um við ár­lega ráðstefnu ráðsins í Dav­os.

Í út­tekt­inni kem­ur fram að Ísland sé í öðru sæti, rétt á eft­ir Nor­egi í því sem kall­ast Inclusi­ve Develop­ment Index sem mæl­ir meðal ann­ars fé­lags­lega þætti, efna­hags­vöxt og jöfnuð á milli kyn­slóða. 

Í efsta sæt­inu er Nor­eg­ur og Lúx­em­borg í því þriðja.  

Á Face­book-síðu sinni bend­ir ráðherr­ann á að sömu sam­tök hafi í nóv­em­ber birt skýrslu þar sem Ísland var í efsta sæti varðandi jafn­rétti kynj­anna, ní­unda árið í röð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert