Íslandi í öðru sæti hjá WEF

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bendiktsson fjármálaráðherra fagnar úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum (WEF), í tengslum við árlega ráðstefnu ráðsins í Davos.

Í úttektinni kemur fram að Ísland sé í öðru sæti, rétt á eftir Noregi í því sem kallast Inclusive Development Index sem mælir meðal annars félagslega þætti, efnahagsvöxt og jöfnuð á milli kynslóða. 

Í efsta sætinu er Noregur og Lúxemborg í því þriðja.  

Á Facebook-síðu sinni bendir ráðherrann á að sömu samtök hafi í nóvember birt skýrslu þar sem Ísland var í efsta sæti varðandi jafnrétti kynjanna, níunda árið í röð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert