Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sent forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, hamingjuóskir en Ardern á von á sínu fyrsta barni.
Ardern, sem deildi þessum gleðifréttum með þjóðinni nýveirð, segir að hún muni halda ótrauð áfram að sinna sínum starfsskyldum, en nýsjálenska þjóðin hefur tekið tíðindunum fagnandi sem og Katrín Jakobsdóttir sem sendi Ardern kveðju í kvöld í gegnum Twitter.
Í kveðjunni bendir Katrín á að hún hafi verið ófrísk þegar hún var menntamálaráðherra veturinn 2010 og 2011. „Ég mæli með þessu,“ skrifar Katrín ennfremur.
Congratulations on your pregnancy @jacindaardern As a pregnant minister of education and culture 2010-2011 I highly recommend it. #whoruntheworldhttps://t.co/mPoUtdxjTb
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) January 28, 2018