Vonar að byltingin haldi áfram

Fundurinn nefndist Vor í Verkó.
Fundurinn nefndist Vor í Verkó. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í næstu kosn­ing­um um stjórn stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar verður boðinn fram nýr listi und­ir for­merkj­um um end­ur­reisn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Hann var kynnt­ur á bar­áttu- og sam­stöðufundi í Rúg­brauðsgerðinni í dag. For­manns­efni list­ans er Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir.

„Ég fékk gæsa­húð. Ég var orðlaus yfir kraft­in­um í fólk­inu og stemn­ing­unni,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, sem var einn af frum­mæl­end­um fund­ar­ins. Hann seg­ir löngu tíma­bært að í stjórn verka­lýðsfé­lag­anna sitji fólk sem er sprottið úr gras­rót­inni en ekki ein­stak­ling­ar sem hafa hags­muna að gæta.

Yfirskrift fundarins var: Vor í Verkó. Endurreisum verkalýðshreyfinguna undir nýrri …
Yf­ir­skrift fund­ar­ins var: Vor í Verkó. End­ur­reis­um verka­lýðshreyf­ing­una und­ir nýrri for­ystu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Það er nauðsyn­legt að fé­lags­menn hafi val um að kjósa mál­efna­legt fólk sem kem­ur úr gras­rót­inni. Auðvitað vona ég að ef þetta fram­boð nær kjöri að það verði gríðarleg­ar  breyt­ing­ar á verka­lýðshreyf­ing­unni,“ seg­ir Ragn­ar Þór. Hann bend­ir á að frá því að hann tók sjálf­ur þátt í starfi verka­lýðsfé­lags­ins hafi hann viljað sjá nýliðun í for­ystu sem kæmi beint úr gras­rót­inni. 

Hann seg­ir þetta vera að ger­ast smám sam­an. Í því sam­hengi bend­ir hann á að í öðrum verka­lýðshreyf­ing­um hafi orðið breyt­ing­ar á stjórn­inni til dæm­is í Fé­lagi Kenn­ara­sam­bands Íslands, Fé­lagi grunn­skóla­kenn­ara. „Ég vona að bylt­ing­in inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar haldi áfram,“ seg­ir Ragn­ar Þór.      

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þetta snýst fyrst og fremst um að for­ysta verka­lýðsbar­átt­unn­ar hlusti á fé­lags­menn sína og að þeir finni það,“ seg­ir Ragn­ar Þór. Í því sam­hengi nefn­ir hann: verðtrygg­ing­una, vexti, hús­næðismál og seg­ir enn frem­ur að ekki hafi verið hægt að taka al­menni­lega á þess­um mál­um „vegna þess að það hef­ur ekki þótt þókn­ast þeim öfl­um sem hafa verið ríkj­andi hingað til.“

Hann gagn­rýn­ir for­ystu Alþýðusam­bands Íslands sem hann full­yrðir að „skrapi botn­inn í trausti í þessu sam­fé­lagi. Það hafa skoðanakann­an­ir sýnt. Við verðum aldrei sterk­ari sem heild og samn­ings­staðan verður aldrei betri en traustið í bakland­inu sem hreyf­ing­in hef­ur.“ Hann bend­ir á að ef ný stjórn Efl­ing­ar verði kos­in sé sitj­andi for­seta ASÍ Gylfa Arn­björs­syni ekki stætt leng­ur.   

Fundarstjóri var Ellen Kristjánsdóttir söngkona.
Fund­ar­stjóri var Ell­en Kristjáns­dótt­ir söng­kona. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert