Forseti ASÍ segir afskipti formanns VR fordæmalaus

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson

„Mér finnst mjög at­hygl­is­vert að formaður VR sé með svona bein­um hætti að hafa af­skipti af kjöri í öðru fé­lagi. Ég man ekki eft­ir að hafa heyrt af slíku,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, í Morg­un­blaðinu í dag.

Til­efnið er að Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hef­ur lýst yfir stuðningi við fram­boð Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur til embætt­is for­manns Efl­ing­ar. Ragn­ar Þór sagði í sam­tali við mbl.is í gær að ef Sól­veig og henn­ar fram­boðslisti næði kjöri, væri Gylfa Arn­björns­syni ekki leng­ur sætt sem for­seta ASÍ.

„For­ysta ASÍ er kos­in á þing­um ASÍ og teng­ist ekk­ert kjöri í ein­staka aðild­ar­fé­lög­um. Ragn­ar Þór hef­ur búið sér til ein­hverja kenn­ingu um að á bak við þetta liggi ein­hver önn­ur ákvörðun en að kjósa til for­ystu fé­lag­anna,“ seg­ir Gylfi, sem seg­ist lítið skilja í téðum um­mæl­um Ragn­ars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert