Skammist sín ekki fyrir léleg kjör

Sólveig Anna Jónsdóttir á fundinum Vor í Verkó sem var …
Sólveig Anna Jónsdóttir á fundinum Vor í Verkó sem var haldinn í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­boðslisti und­ir for­ystu Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ir hef­ur lokið við að safna þeim 120 und­ir­skrift­um sem skila þarf inn fyr­ir klukk­an 16 í dag vegna mót­fram­boðs til stjórn­ar Efl­ing­ar.

Sól­veig og fé­lag­ar hafa verið dug­leg við að fara á milli vinnustaða og ræða við fólk. Þegar mbl.is hafði sam­band við hana var hún á leiðinni á leik­skól­ann þar sem hún starfar. „Von­andi get ég sann­fært kon­urn­ar þar um að skrifa und­ir,“ seg­ir Sól­veig og tel­ur frek­ar lík­legt að það muni tak­ast. 

Hún stefn­ir á að safna eins mörg­um und­ir­skrift­um og hægt er og skila þeim af sér klukk­an 14.

Tjá­ir sig ekki um ASÍ

Aðspurð seg­ir hún ekki tíma­bært á meðan und­ir­skrifta­söfn­un er í gangi að tjá sig um for­ystu ASÍ og þau um­mæli Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, um að Gylfa Arn­björns­syni væri ekki leng­ur sætt sem for­seta ASÍ ef Sól­veig og henn­ar fram­boðslisti næðu kjöri.

Frá fundinum Vor í Verkó þar sem framboð Sólveigar Önnu …
Frá fund­in­um Vor í Verkó þar sem fram­boð Sól­veig­ar Önnu var til­kynnt. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Frá­leit og sví­v­irðileg“ kjör

Spurð nán­ar út í fram­boðið seg­ir hún að fjöldi fólks hafi komið að máli við sig. Hún hafi í gegn­um tíðina mest verið að benda á kjör lág­launa­kvenna „sem eru al­gjör­lega frá­leit og sví­v­irðileg“ og þátt sveit­ar­fé­lag­anna og borg­ar­inn­ar í því að vera með „her kvenna og auðvitað karla líka á lægstu mögu­legu laun­um“.

„Það var mál­flutn­ing­ur sem höfðaði greini­lega til fólks. Um leið og lág­launa­fólk inn­an Efl­ing­ar fer að tala sam­an kem­ur í ljós að við erum öll að glíma við sömu vanda­mál­in. Sumt fólk lif­ir við óboðleg­ar aðstæður,“ seg­ir hún og nefn­ir dæmi um ís­lenska konu á sex­tugs­aldri sem lend­ir í erfiðum skilnaði og stend­ur uppi slypp og snauð. Tekj­urn­ar henn­ar séu svo lág­ar að hún get­ur bara leigt nán­ast óíbúðar­hæft hús­næði.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ. mbl.is/​Eggert

Lag­ast ekki af sjálfu sér

„Ástandið bara versn­ar. Við telj­um að verka­lýðsbar­átta eigi að snú­ast um þessi mál. Kjör fólks­ins sem lif­ir og starfar í þessu óá­sætt­an­lega um­hverfi sem ís­lensku verka­fólki er boðið upp á um þess­ar mund­ir."

Hún bæt­ir við að ástandið sé „al­gjör­lega fá­rán­legt“ miðað við að nú telj­ist vera góðæri í sam­fé­lag­inu. „Verka­fólk hef­ur það al­mennt ekki gott en þegar maður tal­ar við fólk af er­lend­um upp­runa sem kem­ur hingað til að vinna heyr­ir maður sög­ur sem eru með ólík­ind­um. Við erum búin að horf­ast í augu við að þetta er ekki að fara að lag­ast af sjálfu sér. Ef við vilj­um að þetta breyt­ist þurf­um við sjálf að taka slag­inn og reyna að búa aft­ur til pláss í ís­lensku sam­fé­lagi fyr­ir fólk sem til­heyr­ir verka­manna­stétt.“

Eiga ekki að skamm­ast sín

Að sögn Sól­veig­ar hafa heim­sókn­ir henn­ar og hinna á fram­boðslist­an­um á vinnustaði gengið mjög vel. „Það er mik­il­vægt að fólk hitt­ist og tali sam­an og sé ekki leng­ur að skamm­ast sín fyr­ir lé­leg kjör held­ur viður­kenni fyr­ir sjálf­um sér og öðrum að við ber­um ekki ábyrgð á þessu ástandi. Það eru at­vinnu­rek­end­ur, sveit­ar­fé­lög­in, ríkið og nátt­úru­lega verka­lýðsfor­yst­an sem hef­ur ekki bar­ist fyr­ir hags­mun­um okk­ar,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert