„Ég er bara búin á því á kvöldin“

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hall­dóra Mo­gensen, þingmaður Pírata, steig í pontu á Alþingi og óskaði eft­ir því að þing­menn fengju að vita fyrr hvaða mál verða á dag­skrá þings­ins.

Það myndi auðvelda all­an und­ir­bún­ing fyr­ir þau mál sem eru tek­in á dag­skrá. 

„Ég veit ekk­ert hvaða mál verða á dag­skrá á morg­un,“ sagði Hall­dóra og bætti við: „Ég get ekki unnið á kvöld­in, ég er bara búin á því á kvöld­in, búin að svæfa krakk­ana og fleira.“

Hún sagði það sýna virðingu við þing­menn að geta haft dag­skrána til­búna fyrr.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sagði gagn­rýni sem þessa oft rétt­mæta. Í þessu til­viki eigi hún þó ekki rétt á sér því dag­skrá fund­ar­ins í dag hafi legið fyr­ir á föstu­dag­inn.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is, beindi því til þing­manna að líta í eig­in barm. Þing­menn þurfi að koma sér bet­ur sam­an um hversu mik­inn tíma þeir vilji áætla í umræður.

Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, sagði gagn­rýni Hall­dóru rétt­mæta. „Eig­um við ekki bara að gera þetta bet­ur?“ spurði hann og óskaði eft­ir því að fá dag­skrána fyrr í framtíðinni. 

Steingrímur J. Sigfússon.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son. mbl.is/Ó​feig­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert