Er í farbanni og fær ekki vegabréfið

Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.
Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Unnar

Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem lamaðist eft­ir fall á Malaga, fær ekki vegabréfið sitt frá lögreglu í Malaga vegna þess að hún er í farbanni. Eiginmaður hennar var úrskurðaður í gæsluvarðhald hér á landi í síðustu viku í tengslum við fíkniefnasmygl.

Jón Krist­inn Snæhólm, talsmaður fjöl­skyldu Sunnu, sem er á leið til Malaga staðfestir í samtali við mbl.is að hann skilji það svo að Sunna fái ekki vegabréfið vegna þess að hún sé í farbanni.

Eins og ég skil það þá er hún ekki með stöðu grunaðs eða vitnis í einu eða neinu,“ segir Jón og bætir því við að hann skilji ekki hvers vegna hún sé föst á Spáni.

Maður Sunnu var hneppt­ur í varðhald á Spáni í tengsl­um við rann­sókn á falli henn­ar, en hon­um var síðan sleppt og telst málið upp­lýst. Hann kom til Íslands fyr­ir helgi og var þá hand­tek­inn í tengsl­um við fíkni­efna­mál.  

„Hún [Sunna] er ekki að fara neitt, það er ekki eins og hún setji á sig skóna og hlaupi í burtu,“ segir Jón, sem er eins og áður segir á leið til Spánar til að reyna að leysa málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert