Hugmynd um 110 metra háan vita við Sæbraut hafnað

Þessi tölvumynd fylgdi tillögu Reita um 110 metra háan vita …
Þessi tölvumynd fylgdi tillögu Reita um 110 metra háan vita sem fyrirtækið vildi reisa við Sæbraut.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur hafnað hugmynd Reita fasteignafélags hf. um að reisa 110 metra háan vita við Sæbraut, til móts við Höfða. Hugmynd Reita var að „búa til nýja upplifun í borgarrýminu þar sem sýning og upplýsingarveita eru sameinuð í formi útsýnis- og fræðsluvita.“

Það var niðurstaða skipulagsfulltrúa borgarinnar að hugmyndin samræmdist ekki stefnu um skipulag byggðar í næsta nágrenni við Höfða.

Reitir fasteignafélag hf. hafa lýst áhuga á að taka þátt í ferlinu og vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að útvíkkun á hugtaki vitans, eins og það er orðað.

Tillagan gekk út á að færa vitann ofar og búa til nýja upplifun í borgarrýminu. Vitinn yrði engin smásmíði, eða 110 metrar yfir sjávarmáli, en fyrirhugaður innsiglingarviti er aðeins 5 metra hár. Reitir lýstu yfir áhuga á að reisa vitann í samstarfi við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir og reka hann í 25-30 ár samkvæmt nánara samkomulagi.

Í umsögn skipulagsfulltrúa segir m.a. að hugmynd að breyttri útfærslu innsiglingarvitans til móts við Höfða samkvæmt tillögu fyrirspyrjanda sé mannvirki sem taki mikið til sín og hafi umtalsverð áhrif á ásýnd og umhverfi borgarinnar sem nýtt kennileiti í borgarmyndinni. Ljóst sé að sú starfsemi sem gert er ráð fyrir í mannvirkinu komi til með að draga að sér umtalsverða umferð sem gera þyrfti ráð fyrir í nærumhverfinu svo sem bílastæði, rútur, aðkomu ofl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert