Innanlandsflugið allt að tvöfalt dýrara

Innanlandsflugið á Íslandi er helmingi dýrara en á Norðurlöndunum.
Innanlandsflugið á Íslandi er helmingi dýrara en á Norðurlöndunum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er eng­inn ferðamaður að fara að kaupa sér inn­an­lands­flug sem er helm­ingi dýr­ara en milli­landa­flugið. Þá stoppa menn bara,“ seg­ir Arn­heiður Jó­hanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Markaðsstofu Norður­lands.

Frétt mbl.is: Hægt að fá inn­an­lands­flug und­ir 10.000

Óform­leg könn­un Morg­un­blaðsins í gær leiddi í ljós að ferðamenn geta átt von á því að greiða allt að helm­ingi meira fyr­ir inn­an­lands­flug hér á landi en ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.

Kannað var verð á flugi aðra leið milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar með Air Ice­land Conn­ect hinn 15. maí næst­kom­andi og það borið sam­an við álíka lang­ar flug­ferðir frá höfuðborg­um Svíþjóðar, Dan­merk­ur og Nor­egs með SAS. Verðið var hæst hér á landi og læt­ur nærri að það hafi verið helm­ingi hærra en í Svíþjóð, 16.725 krón­ur á móti 8.476 krón­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka