Styðja fulltrúa sem rugga ekki bátnum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, seg­ir það þekkta póli­tíska aðferðarfræði að rétta kyndil­inn áfram til þeirra sem eru ólík­legri til að rugga bátn­um eða fara gegn hug­mynda­fræði þeirra sem fyr­ir sitja. Þetta skrif­ar hann á Face­book-síðu sína vegna kom­andi kosn­inga í stétt­ar­fé­lag­inu Efl­ingu.

Sig­urður Bessa­son sem hef­ur verið formaður Efl­ing­ar sl. 18 ár sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag það vera óvana­legt að fram­boð til stjórn­ar Efl­ing­ar sé í gegn­um póli­tískt um­hverfi líkt og núna en Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, ann­ar for­manns­fram­bjóðand­inn, hef­ur verið virk í starfi Sósí­al­ista­flokks­ins.

Líkt og fram hef­ur komið í fyrri frétt­um um kom­andi kosn­ing­ar í Efl­ingu styður nú­ver­andi for­ysta Efl­ing­ar fram­boð upp­still­ing­ar­nefnd­ar fé­lags­ins með Ingvar Vig­ur Hall­dórs­son í broddi fylk­ing­ar en Ragn­ar Þór hef­ur lýst yfir stuðningi við fram­boð Sól­veig­ar.

„Það er eins og að skjóta tív­olí­bomb­um úr gróður­húsi þegar Gylfi [Arn­björns­son, formaður ASÍ, innsk. Blm] eða Sig­urður reyna að tengja fram­boðið ein­hverj­um póli­tísk­um öfl­um með nei­kvæðum hætti og sýn­ir þá ör­vænt­ingu sem gripið hef­ur um sig meðal þeirra,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

„Það eru meiri lík­ur á að Sól­veig Anna leiði næstu bylt­ingu stétt­anna en ég. Ég vona það alla­vega, því þarna fer mikið for­ystu efni sem þarf enga hjálp frá ein­um eða nein­um, allra síst göml­um risaeðlum sem hreiðrað hafa um sig inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar og byggt í kring­um sig múra frá sauðsvartri Alþýðunni,“ skrifaði Ragn­ar Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert