Velferð byggð á þjófnaði

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, á Alþingi um hvaða aðgerðir eru fyr­ir­hugaðar til að stemma stigu við fé­lags­legu und­ir­boði og svik­um á vinnu­markaði.

Hún sagði að um sé að ræða „glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt laun­um sín­um og rétt­ind­um“ og að mál sem þessi teng­ist ekki síst störf­um í bygg­ing­ariðnaði og ferðaþjón­ustu. Fyr­ir­tæk­in stundi þenn­an glæp til að auka gróða sinn og bæta sam­keppn­is­stöðu sína.

„Svik­in verður að stöðva“

„Það er óþolandi að vel­ferðin hérna sé að hluta til byggð á þjófnaði,“ sagði Odd­ný og taldi eng­an vafa liggja á því að fé­lags­leg und­ir­boð ógni grund­vall­ar­atriðum nor­ræna mód­els­ins.

Hún hvatti til sam­eig­in­legra aðgerða á Norður­lönd­un­um vegna vanda­máls­ins.

„Svik­in verður að stöðva hér á landi,“ sagði hún einnig og bætti við að brot­a­starf­sem­in teng­ist einkum ungu fólki og fólki af er­lend­um upp­runa.

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Frum­varp lagt fyr­ir Alþingi

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, sagði að unnið væri að frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um út­senda starfs­menn og sú vinna fari fram í víðtæku sam­ráði við stétt­ar­fé­lög.

Hann nefndi að það standi jafn­vel til í næstu viku að senda frum­varpið í opna kynn­ingu. Í fram­hald­inu verði það lagt fyr­ir á Alþingi.

Ráðherr­ann benti einnig á vefsíðuna Post­ing.is sem Vinnu­mála­stofn­un setti í loftið í fyrra. Á henni má nálg­ast fræðslu um rétt­indi og skyld­ur er­lendra þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem senda fólk til starfa hér á landi auk reglna sem gilda um starf­semi starfs­manna­leiga hér á landi.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Al­gjör­lega ólíðandi“

Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, kvaðst vilja sjá meiri kraft sett­an í málið, því fé­lags­leg und­ir­boð á vinnu­markaði séu „al­gjör­lega ólíðandi“.

Hann sagði frum­varpið vera þegar til­búið til um­fjöll­un­ar á þing­inu og sagði það von­brigði að heyra Ásmund Ein­ar tala um að fara fyrst með það í opið um­sagn­ar­ferli.  Ásmund­ur Ein­ar svaraði því þannig að frum­varpið verði lagt fyr­ir þingið á næstu vik­um. Fyrst þurfi það að fara í stutt um­sagn­ar­ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert