Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað Eygló Harðardóttur, Lárus Sigurð Lárusson, Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Teit Björn Einarsson, tilnefndan af fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Eygló Harðardóttir er nýr formaður stjórnar en hún er fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 2013-2016.
Lárus Sigurður Lárusson er nýr varaformaður stjórnarinnar en hann er lögfræðingur og starfar sem lögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum. Lárus skipaði einnig fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu Alþingiskosningum.
Sigrún Elsa Smáradóttir er matvæla og viðskiptafræðingur MBA. Sigrún hefur meðal annars gegnt starfi varaborgarfulltrúa og borgarfulltrúa fyrir Samfylkinguna á árunum 1998-2010.
Teitur Björn Einarsson er skipaður samkvæmt tilnefningu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Teitur Björn er lögfræðingur og var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2016-2017 og var aðstoðamaður fjármála- og efnahagsráðherra 2014-2016.
Fyrir í stjórn LÍN eru Ragnar Auðun Árnason, tilnefndur af SHÍ, Jóhann Gunnar Þórarinsson, tilnefndur af SÍNE, Rebekka Rún Jóhannesdóttir, tilnefnd af BÍSN og Hildur Björgvinsdóttir, tilnefnd af SÍF.