„Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull!“

Helgi Hrafn Gunnarsson sagði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra enga iðrun …
Helgi Hrafn Gunnarsson sagði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra enga iðrun hafa sýnt. mbl.is/Hari

 „Hvers vegna lét hún okk­ur ekki vita af þessu?“ spurði Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag þegar rætt var enn og aft­ur um þá ákvörðun Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra að fara gegn ráðlegg­ing­um sér­fræðinga um val á dómur­um í Lands­rétt. Hver stjórn­ar­and­stöðuþingmaður­inn á fæt­ur öðrum steig í pontu und­ir liðnum fund­ar­störf for­seta til að ræða sam­band og sam­skipti Alþing­is við ráðherr­ann og hvernig staðið var að kynn­ingu máls­ins fyr­ir þing­inu áður en gengið var til at­kvæða um til­lögu ráðherr­ans. Sögðust þing­menn hafa gengið til at­kvæðagreiðslu um til­lögu ráðherr­ans í góðri trú en ekki haft til þess til­skil­in gögn. Sögðust þeir eiga erfitt með að treysta orðum ráðherra héðan í frá þar sem hann hefði brugðist trausti þeirra.

 „Ráðherra hef­ur kosið í allri málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þings­ins í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þingmaður Viðreisn­ar, og að mála­til­búnaður ráðherr­ans um ábyrgð sína og Alþing­is væri með nokkr­um ólík­ind­um og hlyti að vekja upp spurn­ing­ar um upp­lýs­inga­skyldu ráðherra til þings­ins. Sagði hann „forkast­an­leg vinnu­brögð“ að upp­lýsa þingið á engu stigi máls um að veru­leg­ar efa­semd­ir væru um vinnu­brögð henn­ar og aðferðafræði inn­an stjórn­ar­ráðsins. „Á þing­heim­ur að sætta sig við þetta?“

Gunnar Bragi Sveinsson benti á að ráðherrann hefði orðið tvísaga …
Gunn­ar Bragi Sveins­son benti á að ráðherr­ann hefði orðið tví­saga í mál­inu. mbl.is/​Hari

Þór­hild­ur Sunna sagði gögn máls­ins sýndu að eng­inn emb­ætt­ismaður hefði verið sam­mála til­lögu ráðherra. „Kviknuðu eng­ar viðvör­un­ar­bjöll­ur hjá dóms­málaráðherra?“

Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar, sagði að ekki ein­göngu hefði ráðherr­ann ekki tekið mark á ráðlegg­ing­um fag­fólks held­ur lét hann hjá líða að upp­lýsa þing­heim um það. „Ef að þetta eru vinnu­brögð sem við ætl­um að láta viðgang­ast, hvert för­um við héðan?“

Próf­steinn á end­ur­reisn Íslands

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði málið próf­stein á end­ur­reisn Íslands eft­ir hrun. „Erum við enn föst í fyr­ir hruns hjól­för­un­um þar sem frænd­hygli og ger­ræðis­leg vinnu­brögð ráðherra eru dag­legt brauð eða erum við kom­in fram á veg­inn þar sem slík vinnu­brögð líðast ekki og kalla á eðli­leg­ar póli­tísk­ar af­leiðing­ar?  Er rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur að falla á sínu fyrsta prófi?“

Hall­dóra Mo­gensen, þingmaður Pírata, sagði að sér þætti mjög al­var­legt að ráðherra hefði hunsað ráðlegg­ing­ar sér­fræðinga, þing­manna og fleiri og gert það sem hon­um sýnd­ist og svo ekki borið ábyrgð á því. „Og hvað, á hún ekki að segja af sér þegar í ljós kom að þetta er bara vit­leysa?“

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, rifjaði upp þau um­mæli Sig­ríðar að hún væri ósam­mála niður­stöðu Hæsta­rétt­ar. „Ef dóms­málaráðherra kemst upp með það án allra af­leiðinga hvers vegna geta  þá ekki all­ir aðrir sem hljóta dóm í Hæsta­rétti eða á hvaða dóms­stigi sem er kom­ist hjá því að axla ábyrgð á brot­um sín­um?“

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kom Sig­ríði And­er­sen til varn­ar. „Þessi greini­lega skipu­lagða uppá­koma af hálfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar er auðvitað mjög sér­kenni­leg í ljósi þess að þessi mál sem hér er verið að ræða eru enn til um­fjöll­un­ar í stjórn­skip­un­ar-  og eft­ir­lits­nefnd.“ Birg­ir sagði að menn gætu haft mis­mun­andi skoðanir á dóm­um Hæsta­rétt­ar en eft­ir dómsorðinu er auðvitað farið, það er það sem skipt­ir máli.“ Sagði hann ásak­an­ir á hend­ur dóms­málaráðherra að sínu mati „full­kom­lega til­hæfu­laus­ar“.

Sigríður Á. Andersen sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- …
Sig­ríður Á. And­er­sen sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í gær. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins, sagði málið ákaf­lega dap­ur­legt. Sagðist hann hafa orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum með viðbrögð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. „Ég trúi því ekki að for­sæt­is­ráðherra leggi bless­un sína yfir þess­ar embætt­is­færsl­ur.“

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, benti á að þing­menn hefðu treyst ráðherr­an­um sem lagði fram til­lögu sína um upp­röðun dóm­ara. Hins veg­ar hefðu þing­menn ekki á þeim tíma­punkti vitað um að sér­fræðing­ar hefðu ráðlagt henni frá því. „Þess­ir þing­menn eru óánægðir og telja ráðherr­ann hafa brugðist trausti sínu.“

Ráðherr­ann tví­saga

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Miðflokks­ins, sagðist hafa spurt for­sæt­is­ráðherra hvenær brot væru nógu al­var­leg svo að ráðherra þurfti að axla ábyrgð en eng­in svör fengið. „Það er al­veg ljóst að dóms­málaráðherra hef­ur haldið mjög óhönd­ug­lega á þessu máli. Það dylst eng­um. Það má segja að ráðherr­ann hafi orðið tví­saga í ein­hverj­um til­vik­um. [...] Ráðherra sem er dæmd­ur hann get­ur varla setið í skjóli alþing­is.“ Sagði hann „siðferðispostula“ Vinstri grænna áður hafa messað yfir hinum og þess­um um hversu slæm­ir þeir væru en nú væri hljóðið allt annað. „Og nú mun VG verja þenn­an dóms­málaráðherra með kjafti og klóm. Og vitið þið af hverju? Það er vegna þess að ef hún þarf að víkja mun þeirra ráðherra einnig þurfa að víkja. Vegna þess að hún fékk dóm við sama dóms­stól og þessi dóms­málaráðherra sem hér sit­ur.“

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sagði dóms­málaráðherra ekki einu sinni getað viður­kennt mis­tök sín og sýni enga iðrun. „Í hvert ein­asta sinn sem dóms­málaráðherra kem­ur fram með til­lögu sem þing­menn hafa áhuga á, á þá alltaf að ve­fengja það sem ráðherra seg­ir?“ Sagði hann það al­gjör­lega grunn­for­sendu traust að þegar fólk geri  mis­tök viður­kenni það. „Póli­tísk ábyrgð, virðulegi for­seti, hví­líkt bull!“

Guðmund­ur Andri Thors­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að Alþingi hafa unnið í góðri trú en ein­fald­lega ekki haft þær upp­lýs­ing­ar sem til þurfti til að tak­lega ákvörðun um skip­an dóm­ara. „Þingið get­ur ekki treyst því að ekki sé um geðþótta ákv­arðanir henn­ar að ræða eft­ir­leiðis og þingið þarf þess vegna æv­in­lega að skoða all­an henn­ar mála­til­búnað og all­ar henn­ar til­lög­ur með smá­sjá.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert