Ríkisstjórnin nýtur rúmlega 70% stuðnings samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups. Fylgið minnkar um þrjú prósentustig á milli mánaða.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26% fylgi, Vinstri hreyfingin – grænt framboð með 17% og Samfylkingin með 16%. Tæplega 11% styðja Pírata, um 10% Framsóknarflokkinn og rúm 7% Viðreisn. Miðflokkurinn mælist einnig með 7% fylgi. Fimm prósent styðja Flokk fólksins.
Könnunin var gerð dagana 4. til 31. janúar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.