Umskurður brot á réttindum drengja

„Mér var bent á að í lög­um væri umsk­urður stúlkna og kvenna bannaður, en ekki sér­stak­lega bannaður á drengj­um. Mér fannst það mjög merki­legt, í ljósi jafn­rétt­isum­ræðunn­ar og yf­ir­lýs­ing­ar umboðsmanna barna.“

Þetta seg­ir Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í Morg­un­blaðinu í dag en hún hef­ur lagt fram drög að frum­varpi um breyt­ingu á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, nr. 19/​1940, 218. gr. a. „Hver sem með lík­ams­árás veld­ur tjóni á lík­ama eða heilsu stúlku­barns eða konu með því að fjar­lægja kyn­færi henn­ar að hluta eða öllu leyti skal sæta fang­elsi allt að 6 árum.“ Breyt­ing­in sem lögð er til er að orðinu „stúlku­barn“ verði breytt í „barn“ og nái því til drengja og stúlkna.

Skv. upp­lýs­ing­um frá embætti land­lækn­is eru umsk­urðir á drengj­um fram­kvæmd­ir af lækn­um, ým­ist af lækn­is­fræðileg­um eða trú­ar­leg­um ástæðum. Ein slík aðgerð er skráð í gagna­grunni embætt­is­ins á heil­brigðis­stofn­un árið 2006, en eng­in síðan þá. Í töl­um frá sjálf­stætt starf­andi sér­fræðing­um eru 13 slík­ar aðgerðir á tíma­bil­inu 2010 til 2016 á drengj­um und­ir 18 ára aldri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert