Borgarstjóri vantelji kranana

Byggingakranar í miðborg Reykjavíkur.
Byggingakranar í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/​Hari

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir það rangt hjá Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra að skort­ur á bygg­inga­krön­um hamli upp­bygg­ingu íbúða.

„Í sam­töl­um okk­ar við verk­taka kem­ur í ljós að þau um­mæli borg­ar­stjóra að það vanti krana og mann­skap til að byggja meira stand­ast ekki skoðun. Það vant­ar hvorki krana né mann­skap. Það sem er skort­ur á eru lóðir. Sam­tök iðnaðar­ins skora því á borg­ar­stjóra að birta strax lista yfir lóðir hjá borg­inni sem eru laus­ar til út­hlut­un­ar og upp­bygg­ing get­ur haf­ist á. Verk­tak­ar munu þá ekki láta sitt eft­ir liggja,“ seg­ir Sig­urður af þessu til­efni.

Dag­ur lét um­mæl­in falla í kvöld­frétt­um RÚV í gær: „Áhyggj­ur okk­ar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stór­um og öfl­ug­um verk­tök­um til að tak­ast á við öll þessi verk­efni ... Það væri hægt að tvö­falda kraft­inn ef það væri nógu mikið af krön­um og mann­skap til þess að gera það,“ sagði Dag­ur m.a. Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður  þetta vera af og frá.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert