Unnur Brá verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir. mbl.is/Eggert

For­sæt­is­ráðherra hef­ur falið Unni Brá Kon­ráðsdótt­ur að vera verk­efn­is­stjóri vinnu við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Unn­ur Brá mun hefja störf í for­sæt­is­ráðuneyt­inu 1. apríl. Hún verður ráðin sem aðstoðarmaður rík­is­stjórn­ar, sbr. 22. gr. laga um Stjórn­ar­ráð Íslands.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir enn­frem­ur, að í áætl­un sem for­sæt­is­ráðherra hafi kynnt um fyr­ir­komu­lag stjórn­ar­skrár­vinnu næstu árin segi:

„Verk­efn­is­stjór­inn hef­ur heild­ar­y­f­ir­sýn yfir verk­efnið og teng­ir sam­an helstu aðila sem að því koma. Hann er mál­svari verk­efn­is­ins og leit­ast við að tryggja skil­virk­an fram­gang þess. Hann starfar í umboði for­sæt­is­ráðherra, er tengiliður milli ráðherra og sér­fræðinga­nefnd­ar og nýt­ur aðstoðar skrif­stofu lög­gjaf­ar­mála í for­sæt­is­ráðuneyt­inu.“

Þá kem­ur fram, að fram­an­greind sér­fræðinga­nefnd verði sett á lagg­irn­ar í sam­ráði þeirra flokka sem full­trúa eiga á Alþingi.

„Mark­miðið er að ná fram áföng­um við heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar á þessu kjör­tíma­bili og því næsta. Við mun­um leita allra leiða til að sjón­ar­mið al­menn­ings vísi veg­inn í þess­ari vinnu og sem flest­ir geti tekið þátt í að móta breyt­ing­ar­til­lög­ur. Framtíðar­sýn­in er að stjórn­ar­skrá­in end­ur­spegli sem best sam­eig­in­leg grunn­gildi þjóðar­inn­ar og renni traust­um stoðum und­ir lýðræðis­legt rétt­ar­ríki þar sem vernd mann­rétt­inda er tryggð,“ er m.a. haft eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í til­kynn­ing­unni. 

Unn­ur Brá lauk embætt­is­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2000. Hún tók sæti á Alþingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn árið 2009 en hafði áður meðal ann­ars starfað sem sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra. Unn­ur Brá gegndi for­mennsku í alls­herj­ar­nefnd 2013-2016 og var for­seti Alþing­is árið 2017. Nú sit­ur hún á Alþingi sem varaþingmaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka