Vilja stöðva frumvarp Silju

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/Árni Sæberg

Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við lagafrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna um að umskurður barna almennt verði bannaður með lögum að viðlagðri fangelsisrefsingu í stað þess að slíkt bann nái aðeins til stúlkna eins og nú er raunin.

Trúarleiðtogarnir gyðinga í Noregi og Danmörku, þeir Yair og Yoav Melchior, hafa verið í forsvari þeirra sem gagnrýna frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar til að mynda í Danmörku. Segja þeir að gyðingar og múslimar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til þess að stöðva frumvarpið.

Hvetja þeir gyðingasamfélög í Evrópu og um allan heim til þess að setja sig í samband við þá Íslendinga sem þeir þekki og koma mótmælum á framfæri. Evrópuráð rabbína (e. European Conference of Rabbis) hefur einnig lýst áhyggjum af málinu.

Ráðið segir umskurð drengja hluta af lífi gyðinga og ekkert vald á jörðu geti bannað þeim að framfylgja því bororði. Verði frumvarpið samþykkt geti það sett hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki. Skorar ráðið á íslenska þingmenn að stöðva frumvarpið.

Frétt Ynetnews.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert