Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir hugmyndir um að byggja bílastæðahús á Ártúnshöfða fyrir farþega borgarlínu.
Slík hús séu vel þekkt erlendis. Þau tengi umferð í úthverfum við miðborgir með hágæðakerfi almenningssamgangna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
„Þessar hugmyndir eru á frumstigi. Þetta hefur verið gert víða, t.d. í Strassborg í Frakklandi. Fólk sem er að koma lengra að getur þá lagt í bílastæðahús við endastöð og farið með viðkomandi kerfi áfram. Það er þó ekki þannig að Ártúnsstöðin verði endastöð. Skipulag á Ártúnshöfðanum gerir ráð fyrir að þar geti komið bílastæðahús.“