Margrét ryður brautina

Talsmaður sjúklinga. Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur.
Talsmaður sjúklinga. Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur. mbl.is/​Hari

Mar­grét Tóm­as­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og lög­fræðing­ur, hef­ur brotið ís­inn á þrem­ur mis­mun­andi stöðum, alls staðar þurft að hafa fyr­ir sínu og er stolt af ár­angr­in­um.

Að loknu námi í Banda­ríkj­un­um flutti Mar­grét aft­ur heim og hóf störf sem hjúkr­un­ar­fram­kvæmda­stjóri á Borg­ar­spít­al­an­um 1985. Hún er nú verk­efna­stjóri á gæðadeild Land­spít­al­ans og talsmaður sjúk­linga, tek­ur við ábend­ing­um þeirra og leiðbein­ir þeim varðandi rétt­indi sín.

„Ég tek við ábend­ing­um sjúk­linga í sam­bandi við þjón­ustu og kem þeim til skila til starfs­fólks­ins auk þess sem ég leiðbeini sjúk­ling­um og fjöl­skyld­um þeirra varðandi rétt­indi sín, en kerfið get­ur verið svo­lít­ill frum­skóg­ur fyr­ir þá sem ekki þekkja,“ seg­ir hún. Í viðtali á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag seg­ir Mar­grét að víða sé pott­ur brot­inn í heil­brigðisþjón­ust­unni og skýr­ari stefnu­mót­un­ar sé þörf.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert