Færri unglingar tóku bílpróf í fyrra

Bílar í umferðinni.
Bílar í umferðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Færri 17 ára unglingar tóku bílpróf á síðasta ári en árið á undan. Hlutfall þeirra sem tóku bílpróf af árgangsfjöldanum var 72,1% árið 2017 hjá þeim sem eru fæddir árið 2000 á móti 73,1% árið 2016, eða einu prósenti færra.

Sautján ára ökumönnum hefur fækkað nokkuð frá því sem áður var. Á síðustu fimm árum hefur hlutfall þeirra verið á bilinu 72 til 73%.

Stærsta hlutfallið var árið 1997 þegar þeir voru tæplega 90%.

Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, er fækkunin í samræmi við þróunina í öðrum löndum. Hér er hún þó vægari en víða hefur sést.

„Ætla má að meðal ástæðna þessa séu breyttur lífsstíll, fjölbreyttari samgöngumátar og jafnvel aukin umhverfisvitund,“ segir hún.

Ökunám getur hafist við 16 ára aldur. Algengur tímafjöldi er á bilinu 19 til 25 tímar en samkvæmt námskrá á tímafjöldinn að vera að lágmarki 17 til 25 tímar, að því er kemur fram á vef Samgöngustofu.

Gera má ráð fyrir að kostnaður við ökunámið sé um 200 þúsund krónur.

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert