Viðreisn í viðræðum um sameiginleg framboð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðreisn á í viðræðum við nokkra flokka um mögulegt samstarf í nokkrum sveitarfélögum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk auk Bjartrar framtíðar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn eigi í viðræðum við nokkra flokka en engin ákvörðun hafi enn verið tekin.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag er haft eftir heimildum, að litlar líkur séu á að Viðreisn og Björt framtíð muni bjóða fram sameiginlega lista í Reykjavík í komandi kosningum líkt og áður hafði verið haldið fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert