Stokkalausn var sett á ís

Á Miklubraut
Á Miklubraut mbl.is/Golli

Stokka­lausn á Miklu­braut var ein af þeim vega­fram­kvæmd­um sem frestað var þegar sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu sömdu við ríkið um að leggja fé í til­rauna­verk­efni um efl­ingu strætó.

Eyþór Lax­dal Arn­alds, ný­kjör­inn odd­viti fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, gagn­rýn­ir að lagt hafi verið í mik­inn kostnað við Miklu­braut­ina á sama tíma og und­ir­bún­ar voru til­lög­ur um að taka upp gömlu hug­mynd­ina um að leggja Miklu­braut í stokk.

„Það er ekki trú­verðugt að rúm­um 100 dög­um fyr­ir kosn­ing­ar sé borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn að dusta rykið af gam­alli hug­mynd um Miklu­braut í stokk, hug­mynd sem sjálf­stæðis­menn studdu en meiri­hlut­inn tók af dag­skrá árið 2012. Mér finnst ekki trú­verðugt að þegar verið er að ljúka fram­kvæmd upp á hálf­an millj­arð við grjót­g­arða sitt­hvorumeg­in við Miklu­braut­ina fjár­festi borg­in í kynn­ing­ar­mynd­bandi um Miklu­braut í stokk, ein­mitt þá til­lögu sem borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn af­skrifaði,“ seg­ir Eyþór í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert