Á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að óska eftir tilboðum í uppsetningu, rekstur og viðhald á a.m.k. 210 strætóskýlum í borginni.
Fram kemur í bréfi Þorsteins Rúnars Hermannssonar samgöngustjóra að áætlað sé að útboðið fari fram í febrúar og tilboði verði tekið í mars. Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Í útboðinu er gert ráð fyrir að verktaki bjóði að lágmarki fram 210 skýli við biðstöðvar strætisvagna gegn rétti til auglýsinga í eða á biðskýlum. Verktaki hafi þannig tekjur gegn því að leggja Reykjavíkurborg til skýlin.